2002-10-11 00:00:00
Á aðalfundi Íbúasamtakanna í gærkvöldi voru tveir nýir stjórnarmenn, þau Guðrún Jónsdóttir og Símon Þorleifsson kosin í aðalstjórn í stað Sigþórs Magnússonar og Magnúsar M. Magnússonar sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í varastjórn var Baldvin Grétarsson kosinn nýr.
Tveir fulltrúar frá Íbúasamtökum Grafarvogs komu á fundin og ræddu sameiginlegt áhugamál okkar, þ.e. Sundabrautina.
Skýrsla stjórnar íbúasamtaka Kjalarness fyrir starfsárið 2002
Aðalfundur Íbúasamtaka Kjalarness
10. október 2002
1. Inngangur
Hér á eftir fer skýrsla stjórnar íbúasamtaka Kjalarness fyrir starfsárið 2002. Íbúasamtök Kjalarnes tók formlega til starfa þann 21. febrúar 2002 sl. þannig að fyrsta starfslota stjórnar hefur verið stutt en annasöm, n.k. inngangur að frekara starfi.
Stjórn félagsins var kosin á stofnfundi 20.02. 2002 kl.20.20 og skipti þannig með sér verkum:
· Ritari: Helen Gray – situr til aðalfundar 2003
· Gjaldkeri: Óskar Ingi Gíslason - situr til aðalfundar 2003
· Formaður: Sigþór Magnússon – Situr til aðalfundar 2002
· Varaformaður: Magnús Már Magnússon – situr til aðalfundar 2002
· Meðstjórnandi: Guðni Indriðason - situr til aðalfundar 2003
2. Störf stjórnarinnar
Alls voru haldnir 10 stjórnarfundir á tímabilinu auk annarra óformlegra funda. Má þar nefna fund með Ásgeiri Harðarsyni, þar sem tilgangur fundar var að stilla saman strengi. Það er að miðla upplýsingum milli samstarfsráðs og Í.K.
Hjá stjórninni hefur tíminn einkum farið í innra starf, skipulagningu og ýmis konar stefnumótunarvinnu. Einnig er verið vinna að því að koma öllum fundargerðum og bréfaskriftum ásamt svörum á heimasíðuna www.kjarlarnes.is og svo öðru efni. Hér verður aðeins sagt almennt frá helstu verkefnum sem stjórn félagsins hefur unnið að.
Sigþór og Magnús Már fóru á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. þann 25. mars 2002. Tilgangur fundarins var að vekja athygli á stefnumörkun Í.K. og þörfum íbúa Kjalarness.
Fundarmenn sömdu lista/minnispunkta fyrir fundinn. Sjá skjal ,, Minnispunktar vegna viðtals við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra"
Auk funda í nefndum boðaði stjórnin til fundar með frambjóðendum til Borgarstjórnar þar sem fjallað var um málefni svæðisins. Var fundurinn ágætlega sóttur.
Stjórnin hefur lagt áherslu á að tryggja fréttaflutning til félaganna og auk fréttabréfa ákveðið var að nota Kjalarnes.is sem miðil Í.K. Þá var hafinn undirbúningur fyrir gerð handbókar fyrir íbúa , ekki síst nýflutta.
Bréfaskriftir (svör eru að finna í bréfamöppu):
Borgarminjasafn: Borgarminjasafni var sent bréf og fá þá til samstarfs um gerð upplýsingakorta fyrir svæðið. Vegagerð ríkisins, borgarráði og borgarstjórn send afrit.
Vegagerðin: Erindi: Að ákvæðum um vegi og vegastæði verði framfylgt.
Borgarverkfræðingur: Erindi: Merkingar.
Skrifstofa borgarstjórnar: Erindi: Eignarhald á landi.
Borgarstjóri: Styrkur til Íbúasamtaka Kjalarness.
Skrifstofa Borgarlögmanns: Erindi: Að ákvæðum um vegi og vegastæði verði framfylgt.
Borgarverkfræðingur: Erindi: Að ákvæðum um vegi og vegastæði verði framfylgt.
Gatnamálastjóri: Erindi: Að ákvæðum um vegi og vegastæði verði framfylgt.
Gatnamálastóri: Erindi: Samþykktir um búfjárhald.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd: Erindi: Samþykktir um búfjárhald.
Ekki hafa borist svör við öllum erindum félagsins og þarf vafalaust að fylgja sumum enn eftir. Borgin veitti félaginu 50 þúsund króna styrk til starfseminnar.
Nefndir:
Stjórnin setti á laggirnar þrjár nefndir um: Umferð- og öryggi – Umhverfi og útivist – Skólamál og þjónusta –
Fundur í nefndum:
· Öryggi og samgöngur. Þar mættu tveir fundarmenn.
· Skólamál og þjónusta. Þar mættu þrír fundarmenn.
· Umhverfi og útivist. Þar mættu sex fundarmenn.
o Fundurinn komu fram með ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta umhverfið okkar. Sjá skjal ,,Fundur í Útivistar- og umhverfisnefnd í Fólkvangi 15. maí 2002.” Undirbúningshópurinn (útivist og umhverfi) tók að sér að skipuleggja verkið. Afrakstur þessa hóps var Kjalarnesdagurinn sem var haldinn 9. júlí og heppnaðist einstaklega vel. (Sjá nefndarmöppu)
Stjórnarmenn ákváðu að bjóða fulltrúum Íbúasamtaka Grafarvogs á aðalfund félagsins til skrafs og ráðagerða vegna sameiginlegra hagsmunamála s.s. um Sundabrautina. Er það von okkar að það verði upphaf góðrar samvinnu íbúa í borgarhluta 4.
Stjórn Íbúasamtaka Kjalnesinga þakkar gott starf á liðnu starfsári 2002.
Fh. stjórnar:
Helen Gray ritari