Form
Kjalarnes.is

Ýmsar sögur


Kjalnesinga Saga


1. kafli

Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes millum Leiruvogs og Botnsár og bjó að Hofi á Kjalarnesi. Hann var nytmenni mikið í fornum sið, blótmaður lítill, spakur og hægur við alla. Helgi átti Þórnýju dóttur Ingólfs í Vík er fyrst byggði Ísland. Þeirra synir voru þeir Þorgrímur og Arngrímur. Þeir voru báðir miklir menn og sterkir og hinir vasklegustu menn.

Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau sem hann hafði numið. Hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum og þar hverjum sem honum þótti fallið vera.



587

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Leið Illuga frá Hólmi að Ölfusvatni


Inngangur


Illugi bjó á Hólmi á Akranesi og var hann Hrólfsson. Hann var gildur bóndi. Sagt er frá því í Harðar sögu og Hólmverja, að hann fór til Ölfusvatns, bær sunnanvert við Þingvallavatn, í bónorðsför og bað Þuríðar dóttur Grímkels, sem hann átti með fyrstu konu sinni. Grímkell tók honum vel og fóru festar fram.



1

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -