Form
Íbúasamtök Kjalarness

Íbúasamtök Kjalarness


Kléberg


2012-03-14 21:03:50

Kléberg er klettahöfði eða tangi, sem gengur út í Hofsvík. Kléberg er nefnt í Kjalnesinga sögu sem talin er rituð á 14. öld. Hér á þessum stað er sagt að Búi Andríðsson hafi barist við Hofverja og fellt nokkra þeirra með slöngvivað sínum af 200 metra færi, er þeir fóru yfir lækinn hér vestur af, nú ýmist nefndur Klébergslækur eða Bergvíkurlækur.



656

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Helguhólsdraugurinn


2012-03-04 14:36:55

Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú.

Kjalnesingar. Hof.
1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.



657

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Arnarholt


2012-01-23 16:16:58

Arnarholt var stórbýli á öldum áður og kostajörð að mati Jarðabókar 1704. Þar voru áður hjáleigur og smábýli.

Á fjórða áratug síðustu aldar (1927) rak athafnamaðurinn Thor Jensen þar sumarfjós fyrir kýr sínar frá Korpúlfsstöðum. 

Árið 1944 stofnaði Reykjavíkurborg vistheimili í Arnarholti fyrir heimilislaust fólk, sem síðar (1971) var sameinað Geðdeild Borgarspítalans.

Húsabakkar heita sjávarbakkarnir niður af bænum.



652

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Arnarhamar


2012-01-22 18:07:23

arnarhamar_myndArnarhamar er sérkennilegur klettastöpull við vesturlandsveg skammt ofan Grundarhverfis.
Nöfnin Arnarhamar og Arnarholt þar skammt frá vísa til hugsanlegrar veru hafarnarins á svæðinu einhvern tíma í fyrndinni.



651

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jörfi


2012-01-20 23:59:47

Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.



650

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Stjórn