Kléberg er klettahöfði eða tangi, sem gengur út í Hofsvík. Kléberg er nefnt í Kjalnesinga sögu sem talin er rituð á 14. öld. Hér á þessum stað er sagt að Búi Andríðsson hafi barist við Hofverja og fellt nokkra þeirra með slöngvivað sínum af 200 metra færi, er þeir fóru yfir lækinn hér vestur af, nú ýmist nefndur Klébergslækur eða Bergvíkurlækur.
656
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Kléberg
2012-03-14 21:03:50
Kléberg er klettahöfði eða tangi, sem gengur út í Hofsvík. Kléberg er nefnt í Kjalnesinga sögu sem talin er rituð á 14. öld. Hér á þessum stað er sagt að Búi Andríðsson hafi barist við Hofverja og fellt nokkra þeirra með slöngvivað sínum af 200 metra færi, er þeir fóru yfir lækinn hér vestur af, nú ýmist nefndur Klébergslækur eða Bergvíkurlækur.
Í íslenskri tungu er orðið kléberg notað yfir tálgustein, sem var mikill nytjasteinn til forna. Þetta er mjúk bergtegund sem auðvelt er að tálga, er eldþolin og hentaði því vel í grýtur, kolur og fleiri muni. Bergtegundin þekkist ekki í náttúru Íslands og lítið er um innlendan nytjastein á Íslandi, þó fundist hafi munir úr íslensku móbergi. Klébergsörnefni og -námur finnast hins vegar í Noregi og á Hjaltlandi. Þaðan komu landnámsmenn til Íslands og höfðu með sér kléberg og klébergsmuni sem fundist hafa við fornleifauppgröft víða um land, t.d. fannst grýtubrot í fornum öskuhaug á Hofi á Kjalarnesi. Móbergið grágræna í Esjunni og hér neðan til í Kléberginu vestanverðu er ekki ósvipað að útliti og klébergið og hefur ef til vill haft áhrif á tilurð örnefnisins. Ekki eru heimildir um þetta örnefni víðar á Íslandi.
Einbúi er lítill klapparhóll við vesturhorn skólaleikvallarins. Nafnið var dregið af einsetukarli sem sagður var hafa búið þar og verið mjög forn í háttum. Höfðu menn ótrú á að hrófla við þessum stað.
Helguhólsdraugurinn
2012-03-04 14:36:55
Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú.
Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.
657
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Helguhólsdraugurinn
2012-03-04 14:36:55
Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú.
Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.
Arnarholt
2012-01-23 16:16:58
Arnarholt var stórbýli á öldum áður og kostajörð að mati Jarðabókar 1704. Þar voru áður hjáleigur og smábýli.
Á fjórða áratug síðustu aldar (1927) rak athafnamaðurinn Thor Jensen þar sumarfjós fyrir kýr sínar frá Korpúlfsstöðum.
Árið 1944 stofnaði Reykjavíkurborg vistheimili í Arnarholti fyrir heimilislaust fólk, sem síðar (1971) var sameinað Geðdeild Borgarspítalans.
Húsabakkar heita sjávarbakkarnir niður af bænum.
652
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Arnarholt
2012-01-23 16:16:58
Arnarholt var stórbýli á öldum áður og kostajörð að mati Jarðabókar 1704. Þar voru áður hjáleigur og smábýli.
Á fjórða áratug síðustu aldar (1927) rak athafnamaðurinn Thor Jensen þar sumarfjós fyrir kýr sínar frá Korpúlfsstöðum.
Árið 1944 stofnaði Reykjavíkurborg vistheimili í Arnarholti fyrir heimilislaust fólk, sem síðar (1971) var sameinað Geðdeild Borgarspítalans.
Húsabakkar heita sjávarbakkarnir niður af bænum.
Arnarhamar
2012-01-22 18:07:23
Arnarhamar er sérkennilegur klettastöpull við vesturlandsveg skammt ofan Grundarhverfis. Nöfnin Arnarhamar og Arnarholt þar skammt frá vísa til hugsanlegrar veru hafarnarins á svæðinu einhvern tíma í fyrndinni.
651
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Arnarhamar
2012-01-22 18:07:23
Arnarhamar er sérkennilegur klettastöpull við vesturlandsveg skammt ofan Grundarhverfis. Nöfnin Arnarhamar og Arnarholt þar skammt frá vísa til hugsanlegrar veru hafarnarins á svæðinu einhvern tíma í fyrndinni.
Að því best er vitað eru ekki til sögulegar heimildir um arnarvarp á Kjalarnesi annars staðar en í Kistufelli, en þar áttu ernir að hafa orpið fram undir 1900, að sögn ónefnds heimildarmanns danska fuglafræðingsins Richard Hörrings sem ferðaðist hér um 1905-08. Fuglsstapi í landi Bakka (örnefni og landamerki), er þó sagður hafa verið varpstaður arnar og fálka. Við Arnarhamar er fjárrétt, skilarétt hreppsbúa Kjalarneshrepps og eru þar vegghleðslur úr grjóti. Sunnan við réttina er trjáræktarreitur Skógræktarfélags Kjalarness.
Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.
650
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Jörfi
2012-01-20 23:59:47
Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.
Það eru ekki til margar ritaðar heimildir um sögu jarðarinnar en teknar hafa verið saman þær heimildir um jörðina sem þekktar eru, t.a.m loftmyndir frá bandaríska hernum frá 1945 og hafa menn rýnt í þessar heimildir og getið sér til hvar mætti búast við að finna fornleifar á jörðinni.
Jörðin Jörfi tilheyrir því svæði sem talið er að Helgi bjóla hafi numið. Jörfa er svo fyrst getið í fógetareikningum 1547-1552.4 Samkvæmt jarðatali 1704 var jörðin talin vera afbýli úr landi Hofs og var dýrleiki hennar átta hundruð. Matið var reiknað í heimajörðinni. Einn ábúandi var á jörðinni og galt hann sextíu álnir í landskuld í reiðufé upp á landsvísu og galt eigandi féð á Alþingi. Tvö leigukúgildi fylgdu jörðinni og guldust leigur í smjöri til þess staðar sem landsdrottinn vildi. Á jörðinni gátu fóðrast þrjár kýr og átta lömb en kvikfénaður var fjórar kýr, átta ær með lömbum, tíu sauðir þrevetrir og eldri, fjórir tvævetrir, átta veturgamlir og tveir hestar.