Form
Íbúasamtök Kjalarness

Íbúasamtök Kjalarness


Bakki og Bakkaholt


2012-01-20 23:58:19

Jörðin Bakki er við Blikdalsá. Jarðarinnar er fyrst getið í skjölum 2. mars 1495.



649

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ártún


2012-01-20 22:07:29

Ártún var kostalítil jörð við mynni Blikdals. Búskapur lagðist þar af 1956. Ártún var mikið notuð sem kvikmyndaver í upphafi íslenskrar kvikmyndagerðar.



648

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Veðurfar


2010-05-18 21:37:49

Það er sagt að á Kjalarnesi sé altaf log....
En lognið á Kjalarnesi flýti sér
stundum öööörlítið.



589

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Björgunarsveitin Kjölur


2010-03-20 09:16:39

Björgunarsveitin Kjölur

Aðstaða
Þórnýjarbúð,
Grundarholti,
116 Kjalarnesi
Sími í húsi: 566-7557
Bílasímar:
Kjölur 1: 853-5670,
Kjölur 2: 852-3303
Bakvaktarsími: 616-8493
{rokbox title=|Vefur sveitarinnar| size=|900 700|}http://bjsvkjolur.is{/rokbox}

Starfið
Björgunarsveitin KJÖLUR er sú minnsta á höfuðborgarsvæðinu, en heldur úti engu að síður mjög öflugri starfsemi. 12 manns eru á útkallslista (2008). Hún sinnir útköllum og verkefnum á sjó og landi. Til að mæta þeim verkum, hefur sveitin yfir að ráða nokkrum tækjakosti svo sem; Ford Econoline, Nissan Patrol, Zodiac M4 slöngubát, 4 kajökum og fjórhjóli.
Sérstaða sveitarinnar er á sviði fyrstuhjálpar þar sem samstarfssamningur er í gildi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins síðan 2006. Samningurinn nær til útkalla vegna alvarlega slysa og veikinda á Kjalarnesi og í Kjós.
Síðan um áramót 2006 hefur verið samstarf við Klébergsskóla um valáfanga í unglingadeild. Á hverju skólaári hafa tveir hópar kynnt sér björgunarsveitarstörf.
Unglingadeildin STORMUR var vakin aftur 2008 og eru 10 unglingar starfandi í henni.



583

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Berg


2010-03-19 22:24:13

Leikskólinn Berg við Kléberg

Á Kjalarnesi hófst leikskólastarf í október 1985 og hét leikskólinn þá Kátakot.
Árið 2004 var byggður nýr leikskóli sem fékk nýtt nafn: Berg.  

Leikskólinn Berg er staðsettur á yndislegum stað á Kjalarnesi rétt ofan við fjöruna í Hófsvík. Útsýni er einstakt í allar áttir, fjaran, sjórinn, borgin og Esjan. Hér er auðvelt að fylgjast með lífríki í fjöruni ásamt fuglalífi. Auk þess er náttúran hér óþrjótandi efniviður til listsköpunar og leikja.

Á leikskólanum eru tvær deildir og eru þær aldursskiptar. Yngri deildin heitir Dvergasteinn og eldri Álfasteinn. Í leikskólanum geta dvalið 46 börn samtímis á aldrinum eins og hálfs til sex ára.
Einkunnarorð skólans eru leikur, gleði og sköpun.

Stjórnandi
Regína Jóhanna Guðlaugsdóttir
Sími: 566 6039



581

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Stjórn