150 ára afmæli BrautarholtskirkjuSunnudaginn 9. desember var í Fólkvangi haldið upp á 150 ára afmæli Brautarholtskirkju á Kjalarnesi. Í því tilefni var flutt vönduð menningardagskrá þar sem Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tók á móti gestum með ljúfum tónum. Eftir helgistund í umsjón sr. Gunnars Kristjánssonar og þátttöku barnakórs Klébergsskóla kom Karlakór Kjalnesinga fram og flutti nokkra sálma sr. Matthíasar Jochumsonar. Þá var erindi Jóns Þ. Þórs um sögu kirkjunnar í flutningi Ásthildur Skjaldardóttir hún er afkomandi kirkjusmiðs Brautarholtskirkju. Ólafur Fr. Magnússon forseti borgarstjórnar flutti ávarp með góðum kveðjum og fyrirheitum um stuðning. Fyrir hönd afkomenda Jóns og Auðar í Brautarholti kom Björn Jónsson kirkjuhaldari og afhenti kirkjunni veglega kertastjaka og Guðbrandur Hannesson formaður Reynivallarsóknar gaf hina nýútkomnu biblíu. Þá kom Theodór í pontu og afhenti Guðbrandsbiblíu ljósprentaða útgáfu frá 19?? Að lokum fluttu þeir félagar Egill Ólafsson og Jónas Þórir nokkur gullfalleg lög. Þá var 8. bekkur Klébergsskóla með afar skemmtilegt verkefni undir leiðsögn Hrefnu Sigríðar um sögu kirkjunnar. Einnig var vegleg sögusýning sem Ólafur Engilbertsson hjá Sögumiðlun hafði unnið fyrir sóknarnefndina í tilefni afmælisins. Að lokum fluttu félagar úr lúðrasveitinni nokkur jólalög á meðan gestur nutu myndarlegra kaffiveitingar í umsjón nokkurra foreldra elstu bekkja Klébergsskóla. Hátíðin var mjög fjölmenn og þótti afskaplega velheppnuð.
|
Þá er vetrardagskráin fyrir íþróttastarf UMFK komin hér.
verða haldnir í félagsheimilinu Fólkvangi dagana 10. – 13. júní 2003 frá kl 13 til 16.
Vordagarnir eru að þessu sinni einkum miðaðir við 6 til 10 ára börn. Fræðsla ásamt leikjum, söng og gleði verður í fyrirrúmi. Þessir dagar eru undir stjórn Hrundar Þórarinsdóttur djákna en hún hefur ásamt aðstoðarfólki sínu náð vel til þeirra fjölmörgu barna sem sækja vordagana.
í félagsheimilinu Fólkvangi dagana 18. – 20. júní 2003 frá kl 13 til 16.
Sumardagarnir eru miðaðir við unglinga frá 10 ára aldri. Unnið verður í hópum úti og inni. Fræðsla ásamt leikjum verður í fyrirrúmi. Þessir dagar eru undir stjórn Hrundar Þórarinsdóttur djákna en hún og aðstoðarfólk hennar hefur mikla reynslu í vinnu með unglingum.
Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að gefa unglingunum kost á að taka þátt í þessum fyrstu sumardögum kirkjunnar á Kjalarnesi.