Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?Fyrirsögnin er fræg tilvitnun úr Íslandsklukkunni þegar sögupersónan Jón Hreggviðsson var spurður um hvort hann hefði drepið böðulinn sem hýddi hann. „Þú skalt ekki mann deyða“ segir í fimmta boðorðinu en er það bara einfalt og auðskiljanlegt? Þetta boðorð leynir á sér og á meira erindi við okkur en einungis að banna líkamleg voðaverk. |
Fræðslukvöldið "Píslarsaga og páskar" verður mánudaginn 29. mars kl 20:00 í Klébergsskóla.
Undir titlinum "Píslarsaga og páskar" mun sr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur fjalla um píslarsöguna í nútímamyndlist og bókmenntum.
Aðalsafnaðarfundur Brautarholtssóknar árið 2009 verður haldinn kl 12:30 að lokinni guðsþjónustu í Klébergsskóla þann 22. mars nk.
1. Starfskýrsla
2. Reikningar
3. Kosningar
4. Önnur mál
Á gamlársdag óskaði Sigríður Pétursdóttir eftir viðbrögðum fólks um stofnun kirkjukórs í sókninni okkar.
Ég vil þakka Sigríði fyrir að nota þennan vettvang til að vekja máls á málefnum okkar samfélags og hvetja fleiri til að tjá sig á þessum vettvangi með því að senda hugleiðingar um hugðarefni sín.
Á jóladag hlustaði ég á útvarpsmessu ríkisútvarpsins sem var frá Brautarholtskirkju og hafði sjálf verið þar við jólamessu á aðfangadag. Það er ekkert nýtt að hinir ágætu félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiði kirkjusöng og messusvör hér á Kjalarnesi. Það gerðu þeir vel í þessum messum eins og alltaf. Það var samt óneitanlega sérstakt að heyra drynjandi karlaraddirnar í útvarpsmessunni eins og engin kona væri í kirkjunni.