2001-04-20 00:00:00
verður haldinn fimmtudagskvöldið 26. apríl 2001 kl. 20:30 í Fólkvangi.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
Endurskoðaðir reikningar ásamt félagaskrá.
Afgreiðsla tillagna.
Kosning stjórnar, varastjórnar og 2 skoðunarmenn reikninga.
Kosning aðalfulltrúa og varafulltrúa á SÍ samkvæmt lögum SÍ.
Önnur mál.
û Fossársamningur. Lagður fram samstarfssamningur um rekstur jarðarinnar Fossár í Kjós.
Fyrirlestur: Trjágróður við sjávarsíðuna
Undanfarinn árartug hefur Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur, kannað þá þætti sem hafa áhrif á vöxt og lífslíkur trjágróðurs við sjávarsíðuna. Auður vann úttekt á trjágróðri í görðum á Suðurnesjum árið 1998 fyrir samtökin Gróður fyrir fólk og Mógilsá – Rannsóknarstöð skógræktar. Að því loknu gaf Rit og rækt ehf út ritið “Ræktun við sjávarsíðuna” í ritstjórn Auðar. Í “Ræktun við sjávarsíðuna” voru greinar skrifaðar af sérfræðingum í garð- og skógrækt, og viðtölum við garðeigendur sem greindu frá reynslu sinni. Í ritinu er listi yfir trjátegundir sem þrífast við sjávarsíðuna.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Kjalaness mun Auður flytja myndrænt erindi um trjágróður við sjávarsíðuna Í því verður m.a.fjallað um áhrif vinds og seltu á trjágróður, harðgerðar tegundir til skjólmyndunar og heppilegar tegundir fyrir garða á Kjalarnesi.
Látið ekki þetta tækifæri fram hjá ykkur fara.
Kaffi og meðlæti