Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
21
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Esjan
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni 'flögusteinn, tálgusteinn'. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni 'eimyrja', sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni 'smiðjuafl' og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse 'smiðjuafl'. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera 'eldstæði' og 'steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar'. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.
Jarðfræði og gróðurfar
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni til að kynna sér enn frekar. Hér er aðeins farið létt yfir helstu jarðfræðisögu Kjalarness.
Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset. Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Smellið á myndina til að skoða hana í stærra formati.
24
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Jarðfræði og gróðurfar
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni til að kynna sér enn frekar. Hér er aðeins farið létt yfir helstu jarðfræðisögu Kjalarness.
Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset. Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Smellið á myndina til að skoða hana í stærra formati.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð
Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu og upp á Esju eru til margar skemmtilegar gönguleiðir.
Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum. Kjalarnes- og Stardalseldstöðina hefur rekið út af gosbeltinu.
Jarðfræðikort
{mosimage}
{mosimage}
Í Grundarhverfinu er graslendi og á Klébergi er ræktað land. Á Kjalarnesi er aðallega graslendi og ræktað land enda búskapur verið stundaður hér frá upphafi landnáms. Enn eru nokkrir bæir með fjárbúskap, þó svo búskapur annarra dýra fari innandyra. Hestafólk er þó óðum að flytja meira á Kjalarnesið enda frábært að fara í útreiðartúra um sveitina.
Smellið á myndina til að skoða hana í stærra formati.
Helguhólsdraugurinn
Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú.
Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.
1051
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Helguhólsdraugurinn
Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú.
Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.
Gamli Kjalarnesvegurinn
Gamli Kjalarnesvegurinn.
Fyrr á öldum lá vegur frá Kollafirði að Blikdalsá með Esjurótum. Ástæðan fyrir þessari staðsetningu var sú að þar var þurrlendi. Þessi leið gæti hentað nú sem ágætisreiðleið.
Fyrr á öldum lá vegur frá Kollafirði að Blikdalsá með Esjurótum. Ástæðan fyrir þessari staðsetningu var sú að þar var þurrlendi. Þessi leið gæti hentað nú sem ágætisreiðleið.