Form
Kjalarnes.is

Ýmsar sögur


Esjan


Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.



21

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jarðfræði og gróðurfar


Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni til að kynna sér enn frekar. Hér er aðeins farið létt yfir helstu jarðfræðisögu Kjalarness.

Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset. Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.

 Smellið á myndina til að skoða hana í stærra formati.



24

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Helguhólsdraugurinn


Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú.

Kjalnesingar. Hof.
1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.



1051

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Gamli Kjalarnesvegurinn


Gamli Kjalarnesvegurinn.

Fyrr á öldum lá vegur frá Kollafirði að Blikdalsá með Esjurótum. Ástæðan fyrir þessari staðsetningu var sú að þar var þurrlendi. Þessi leið gæti hentað nú sem ágætisreiðleið.

Greinargerð frá Árbæjarsafni. Gamli Kjalarnesvegurinn  258-5_23_02_2014



1064

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Einusinni var


Upphaf Grundarhverfis er u.þ.b. 1973, en hér er mynd frá að öllum líkindum sumrinu 1982.


1155

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -