Form
Kjalarnes.is

Ýmsar sögur


Arnarholt


Arnarholt var stórbýli á öldum áður og kostajörð að mati Jarðabókar 1704. Þar voru áður hjáleigur og smábýli.

Á fjórða áratug síðustu aldar (1927) rak athafnamaðurinn Thor Jensen þar sumarfjós fyrir kýr sínar frá Korpúlfsstöðum. 

Árið 1944 stofnaði Reykjavíkurborg vistheimili í Arnarholti fyrir heimilislaust fólk, sem síðar (1971) var sameinað Geðdeild Borgarspítalans.

Húsabakkar heita sjávarbakkarnir niður af bænum.



1052

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Kléberg


Kléberg er klettahöfði eða tangi, sem gengur út·í Hofsvík. Kléberg er nefnt í Kjalnesinga sögu sem talin er rituð á 14. öld. Hér á þessum stað er·sagt að Búi Andríðsson hafi barist við Hofverja og fellt nokkra þeirra með·slöngvivað sínum af 200 metra færi, er þeir fóru yfir lækinn hér vestur af, nú·ýmist nefndur Klébergslækur eða Bergvíkurlækur.



1046

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Esjuberg


Esjuberg er landnámsbær Örlygs Hrappssonar og fyrsti kirkjustaður á Íslandi. Í Landnámu (Sturlubók) segir að Örlygur Hrappson hafi fengið frá Patreki Suðureyjarbiskupi „kirkjuvið ok járnklukku ok plenárium ok mold vígða“ til að nota í kirkju sem reisa skyldi þar hann næmi land og eigna hinum helga Kolumba. Örlygur reisti kirkju á Esjubergi.

Örnefnaskrár;

Esjuberg_1.pdf 

Esjuberg_Aths_O_J_1.pdf 

Esjuberg_Aths_S_G_1.pdf 



1066

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -