Arnarhamar er sérkennilegur klettastöpull við vesturlandsveg skammt ofan Grundarhverfis.
Nöfnin Arnarhamar og Arnarholt þar skammt frá vísa til hugsanlegrar veru hafarnarins á svæðinu einhvern tíma í fyrndinni.
1047
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Arnarhamar
Arnarhamar er sérkennilegur klettastöpull við vesturlandsveg skammt ofan Grundarhverfis.
Nöfnin Arnarhamar og Arnarholt þar skammt frá vísa til hugsanlegrar veru hafarnarins á svæðinu einhvern tíma í fyrndinni.
Að því best er vitað eru ekki til sögulegar heimildir um arnarvarp á Kjalarnesi annars staðar en í Kistufelli, en þar áttu ernir að hafa orpið fram undir 1900, að sögn ónefnds heimildarmanns danska fuglafræðingsins Richard Hörrings sem ferðaðist hér um 1905-08.
Fuglsstapi í landi Bakka (örnefni og landamerki), er þó sagður hafa verið varpstaður arnar og fálka.
Við Arnarhamar er fjárrétt, skilarétt hreppsbúa Kjalarneshrepps og eru þar vegghleðslur úr grjóti. Sunnan við réttina er trjáræktarreitur Skógræktarfélags Kjalarness.
Mynd frá Arnarhamarsrétt. Fólkið á myndinni er talið vera Inga á Vallá (Ingveldur Þorsteinsdóttir) og Hörður mjólkurbílstjóri
Saurbær
Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri. Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri kirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum. Örnefnaskrár jarðarinnar fylgja hér;
Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri. Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri kirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum. Örnefnaskrár jarðarinnar fylgja hér;
Ártún var kostalítil jörð við mynni Blikdals. Búskapur lagðist þar af 1956. Ártún var mikið notuð sem kvikmyndaver í upphafi íslenskrar kvikmyndagerðar.
1050
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Ártún
Ártún var kostalítil jörð við mynni Blikdals. Búskapur lagðist þar af 1956. Ártún var mikið notuð sem kvikmyndaver í upphafi íslenskrar kvikmyndagerðar.
Bærinn kom við sögu í myndum eins og "Milli fjalls og fjöru", "Síðasti bærinn í dalnum" og "Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra" eftir Loft Guðmundsson.
Jörðin Bakki er við Blikdalsá. Jarðarinnar er fyrst getið í skjölum 2. mars 1495.
1049
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Bakki og Bakkaholt
Jörðin Bakki er við Blikdalsá. Jarðarinnar er fyrst getið í skjölum 2. mars 1495.
Hún var metin á tuttugu hundruð í Jarðabók árið 1705. Þar var mikil og góð sölvafjara. Íbúðarhúsið á Bakka er með elstu húsum á Kjalarnesi eða frá 1923.
Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.
1048
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Jörfi
Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.
Það eru ekki til margar ritaðar heimildir um sögu jarðarinnar en teknar hafa verið saman þær heimildir um jörðina sem þekktar eru, t.a.m loftmyndir frá bandaríska hernum frá 1945 og hafa menn rýnt í þessar heimildir og getið sér til hvar mætti búast við að finna fornleifar á jörðinni.
Jörðin Jörfi tilheyrir því svæði sem talið er að Helgi bjóla hafi numið. Jörfa er svo fyrst getið í fógetareikningum 1547-1552.4 Samkvæmt jarðatali 1704 var jörðin talin vera afbýli úr landi Hofs og var dýrleiki hennar átta hundruð. Matið var reiknað í heimajörðinni. Einn ábúandi var á jörðinni og galt hann sextíu álnir í landskuld í reiðufé upp á landsvísu og galt eigandi féð á Alþingi. Tvö leigukúgildi fylgdu jörðinni og guldust leigur í smjöri til þess staðar sem landsdrottinn vildi. Á jörðinni gátu fóðrast þrjár kýr og átta lömb en kvikfénaður var fjórar kýr, átta ær með lömbum, tíu sauðir þrevetrir og eldri, fjórir tvævetrir, átta veturgamlir og tveir hestar.