Form
Kjalarnes.is

Ýmsar sögur


Arnarhamar


Arnarhamar er sérkennilegur klettastöpull við vesturlandsveg skammt ofan Grundarhverfis.
Nöfnin Arnarhamar og Arnarholt þar skammt frá vísa til hugsanlegrar veru hafarnarins á svæðinu einhvern tíma í fyrndinni.



1047

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Saurbær


Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri. Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri kirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum. Örnefnaskrár jarðarinnar fylgja hér;


 Saurbær_Ari_Gislason_o_fl_.pdf 
 Saurbær_OK_-skras_Vidbot.pdf 
 Saurbær_Svavar_Sigmundsson_1968_Athugasemdir.pdf



1065

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ártún


Ártún var kostalítil jörð við mynni Blikdals. Búskapur lagðist þar af 1956. Ártún var mikið notuð sem kvikmyndaver í upphafi íslenskrar kvikmyndagerðar.



1050

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Bakki og Bakkaholt


Jörðin Bakki er við Blikdalsá. Jarðarinnar er fyrst getið í skjölum 2. mars 1495.



1049

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jörfi


Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.



1048

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -