Form
Kjalarnes.is

Skógræktarfélag Kjalarness


JÓLAFÖNDUR - JÓLABASAR


2010-11-23 20:35:11

Laugardaginn 27. nóvember n.k. kl.14 -17 verður jólaföndur í Fólkvangi í boði Skógræktarfélagsins og Kvenfélagsins.

Kaffi – Kakó – Piparkökur.

Ekkert þáttökugjald – Ekkert kaffigjald



531

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Skógar og berjaferð


2010-08-19 10:30:41

Skoðunarferð/berjaferð í Brynjudal innst í Hvalfirði, þar sem svæði Skógræktarfélags Kjalarnes er kynnt. Farið verður fimmtudaginn 19. Ágúst og er mæting í Brynjudal  kl. 18:00. (um hálftíma keyrsla). Plantaðar verða nokkrar plöntur í reit Skógræktarfélagsins. Farið verður í „Skála“ Skógræktarfélags Íslands og hitaðar pylsur. Hægt verður að tína ber á svæðinu en þarna eru krækiber, bláber og aðalbláber.

Reiknað er með brottför þaðan um 21:30.

Skógræktarfélag Kjalarness


568

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Aðalfundur Skógræktarfélags Kjalarness


2010-06-01 13:00:31

Aðalfundur Skógræktarfélags Kjalarness verður haldinn þriðjudagskvöldið 8. júní í Fólkvangi kl 20:00.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

Stjórnin



445

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jólaskógurinn á Fossá


2009-12-01 18:06:26
Væri ekki gaman að fara með fjölskyldunni langt, langt út í skóg og velja flott jólatré og höggva sjálf? (Hans og Grétu er óhætt, engin norn í okkar skógi.) 

Þið bara komið og veljið ykkur jólatré sem ykkur þykir fallegt og farið með það innpakkað heim í stofu og byrjið að skreyta. Það gæti verið gott að koma með góða sög með sér en sagir eru á staðnum.



410

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jólaföndur


2009-11-19 08:33:48
Skógræktarfélag Kjalarness heldur nú í annað sinn á þessari öld jólaföndur í Fólkvangi laugardaginn 28. nóv kl 14 - 17. Auglýsinguna má sjá HÉR.

407

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Stjórn