2007-11-28 20:03:34
image001.png|center||0||bottom||
image004.jpg|right||0||bottom||
Hefur þig dreymt um að fara með fjölskyldu þinni í skógarhögg þar sem þið veljið ykkar eigið jólatré og höggvið það sjálf?
{mosimage}
Einstaklingum sem og starfsmannahópum gefst nú, eins og undanfarin ár, frábært tækifæri til að koma í desember að Fossá í Kjós og ná sér í jólatré.
Gott væri að hópar tilkynni um komu sína. Helgarnar 1. og 2. desember, 8. og 9. desember, 15. og 16. desember og 22. desember verður opið þar fyrir almenning, frá kl. 11:00 til 15:00. Vilji hópar koma á öðrum tíma þá er hægt að panta það sérstaklega. Allur ágóði rennur til skógræktar og uppbyggingar útivistarsvæðis á jörðinni.
Skógræktarfélögin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga þetta svæði og hafa plantað í það í um 35 ár. Þið getið komið með nesti með ykkur og sest inn í húsið að Fossá, sem er gamalt, og borðað nestið þar svo lengi sem húsrúm leyfir. Ef veðrið er gott er líka hægt að setjast niður með nestið í einhverju skógarrjóðrinu.
Við viljum beina því til þeirra sem höggva sér tré að þeir hlífi skógarjöðrunum og höggvi trén sem næst rótinni (skilji ekki eftir hluta af trjánum) þó þeir borgi fyrir og nýti aðeins þá lengd sem hentar.
Verð á jólatrjám 2007{mosimage}
Greni og fura
| ≤ 1 m | 2.400 |
| ≤ 1,5 m | 2.900 |
| ≤ 2 m | 3.400 |
| ≤ 2,5 m | 4.100 |
| ≤ 3 m | 4.600 |
| ≤ 3,5 m | 5.100 |
| ≤ 4 m | 5.800 |
Með því að velja íslenskt jólatré styrkir þú skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30 - 40 ný tré.Jólatré stendur best ef það er geymt á köldum og rökum stað úti fram að jólum (jafnvel láta það standa í vatni). Við uppsetningu er rétt að saga þunna sneið (5 – 10 cm) neðan af trénu og láta það standa samfellt í vatni yfir hátíðarnar. Mikilvægt er að það þorni aldrei!Íslensk jólatré eru barrheldnari en innflutt vegna þess að þau eru höggvin miklu síðar en þau innfluttu og ef þau þorna aldrei byrja þau að vaxa um þrettándann. Undanfarin ár hefur aðgengi að svæðinu verið bætt verulega með nýjum vegi á svæðinu og fjölgun bílastæða. Nánari upplýsingar og séróskir s.s. aðra daga veita:Eiríkur Páll Eiríksson sími 554-4236, gsm 864-9246 og eirikp@fa.is
Pétur Karl Sigurbjörnsson sími 554-3452 á kvöldin, gsm 869-3276 og pks@vao.is
Sigríður Jóhannsdóttir gsm 899-8718 og sigjo@mmedia.is
Elísabet Kristjánsdóttir sími 566-6709, gsm 867-2516 og betakd@ismennt.is
Guðni Indriðason gsm 695-5116, og melar@kjalarnes.is
Snorri Hilmarsson sími 566-7040, gsm 897-7687, sogn@mmedia.is
Heimasíður:
http://www.kjalarnes.is/
http://www.skogkop.net/
http://www.kjos.is/
http://www.skog.is
Með jólatrjáakveðju,Fossá, skógræktarfélag.